Sérhæfð námskeið fyrir trommara


Sérhæfð námskeið fyrir trommara

by Guðfinna Helgadóttir with 0 Comments in August 29, 2015 In Category: Uncategorized
Share the post:

Frábær námskeið fyrir trommara sem vilja efla og útvíkka getu sína. Námskeiðin eru haldin af Birgi Baldurssyni og verða hér í hljóðverinu með öllum upptöku- og vinnslu möguleikum.

https://www.facebook.com/trommaranamskeid

Hafðu samband með tölvupósti á birgir@hljodver.is eða í síma 820-4533.

Námskeið A: Trommuleikur

Efni:

*samhæfing
*hlustun
*útfærsla á rudimenta á trommusett
*útfærsla clave á trommusett
*”clicktrack” – spilað ofan á upptekinn hljóðfæraleik
*”fill”
*flæði
*drauganótur.

5 x 2 klukkutímar

Námskeið B: Trommuupptökur

Efni:

* val og uppstilling míkrófóna
* trommustilling
* fösun
* notkun kompressora og EQ-a á rásum
* high-pass filter
* pönun
* hljóðeffektar

5 x 2 klukkutímar

Námskeið C: Stefnur og stílar hryntónlistar

Svokölluð rythmísk tónlist er að megninu sú tónlist þar sem trommusettið keyrir hljóðfæraleikinn áfram. Ólíkar stefnur hryntónlistar kalla eftir mismunandi nálgun við trommusettið. Á námskeiðinu er það útskýrt sem einkennir hvern stíl fyrir sig og nemendur þjálfaðir í hugsuninni á bak við hvern þeirra, allt frá New Orleans-djassi til hip-hop, með viðkomu í stefnum á borð svefilu, kántrí, rokki, fönki, soul, ska, reggae, latíntónlist og diskótónlist. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og sýnidæmum, auk þess sem nemendum er sýnt hvernig má útfæra hverja stíltegund á trommusettið.

5 x 2 klukkutímar

Kennarinn:

Birgir er gamalreyndur hundur í tónlistarbransanum og hefur fengist við alla stíla og stefnur hryntónlistar. Hann hóf trommunám og -leik árið 1973, þegar hann gekk í Skólahljómsveit Kópavogs. Þar lærði hann á sneriltrommu hjá einum af frumkvöðlum íslensks trommuleiks, Jóhannesi Eggertssyni.

Árið 1975 stofnaði hann ásamt félögum sínum unglingahljómsveitina Hlekki. Sú sveit fékkst að mestu við balltónlist og reyndist mikill skóli. Þaðan lá leiðin yfir í fönk, bræðingstónlist og spuna, en síðar í postpunk og djass.

Á síðari hluta níunda áratugarins var Birgir ötull þátttakandi í djasslífi Reykjavíkurborgar jafnhliða því að standa fyrir heilmörgum rokktónleikum ásamt félögum sínum í S.H. Draumi. Meðfram öllu því hugsjónastarfi stundaði hann spilamennsku í atvinnuskyni með fólki á borð við Árna Scheving og Carl Möller, hljómsveitinni Mannakornum, Rokkabillýbandi Reykjavíkur og síðar Sálinni hans Jóns míns.

Helstu verkefni 10. áratugarins voru Kombóið, Unun, Silfurtónar og Vinir Dóra, ásamt leikhús- og stúdíóvinnu, bæði fyrir hljómplötur og bíómyndir. Á þessari öld eru það svo nöfn eins og Heiða og Heiðingjarnir, Blue Ice Band, Ragnheiður Gröndal og Tusk sem helst hafa komið við sögu, ásamt fjöldanum öllum af tónleikum með hinum og þessum.

Blue Ice Band er sérkapítuli á ferli Birgis, en á þeim veittvangi hefur hann stúderað ofan í kjölinn króka og kima amerískrar blústónlistar, auk þess að hafa troðið upp með mörgum þarlendum boðberum þeirrar tónlistarstefnu á hinni árlegu Blúshátíð í Reykjavík.

Samhliða þessu öllu hefur kennsla oft verið á dagskipan Birgis, fyrst hjá Tónlistarskóla Garðabæjar, þá Tónskóla Eddu Borg, Tónsölum í Kópavogi, Námsflokkum Hafnarfjarðar og loks við Tónlistarskólann á Akranesi, auk einkakennslu.

Við Tónlistarskólann á Akranesi tók Birgir að sér að kenna sögu hryntónlistar jafnhliða trommukennslunni og gafst honum þar með gullið tækifæri til að skoða stefnur og stíla trommusettins rækilega. Námskeið C er unnið upp úr námsefni þeirrar kennslu.

11866465_381074442086375_5793078095848615198_n



Leit

Hljóðver.is

Hljóðver.is á facebook

Source elements

http://source-elements.com/view/profile/?jonasb71

Áhugavert

896 1013
Langholtsvegi 60, 104 Reykjavík
jonas@hljodver.is

Your Name (required)

Your Email (required)

Subject

Your Message